Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
föstudagur, október 27, 2006

Ny siða.

Ég var að prófa nýtt forrit. Það heitir iWeb. Það er rosa sniðugt. Það gerir imbum eins og mér kleift að vefa mína eigin síðu! Meeeð smá hjálp frá betri helmingnum :S. Hún mun sýna myndir frá ferðum mínum erlendis sem innanlands. Ég er ekki enn viss um hvort ég muni hafa eitthvað blogg þar eða hér eða eitthvað yfirhöfuð... Mikið að gera, þið skiljið, svo hef ég ekki lengur áhuga á að skrifa um það sem á daga mína drífur. Stundum þarf ég þó að tjá mig eitthvað og þá er gott að geta gert það hér. Ég veit! Ég hef bara póstlista! Þið Sendið mér bara póst og biðjið um að vera á póstlistanum, svo þegar ég skrifa eitthvað fá þeir sem hafa áhuga póst þess efnis að nú hafi vala tjáð sig :) Hvernig líst ykkur á það? Þannig verð ég ekki hrædd um að fólk hætti að lesa bloggið mitt og fólk þarf ekki alltaf að gá hvort eitthvað hafi breyst!
En allavega... linkurinn á nýju prufusíðuna mína er www.trendbreaking.com/vala/Site (stafirnir verða að vera alveg eins, litlir og stórir)
Annar var ég búin að taka ákvörðun þess efnis að taka mér frí frá kórnum vegna anna í skólanum. En núna, þegar ég veit hvað stendur til að flytja næst, nefnilega Requiem eftir Mozart, þá hætti ég snarlega við. Ég auglýsi síðar nánar um tónleikana en þeir verða að öllum líkingum aðfaranótt 5. desember því þá lést Mozart einmitt við gerð Requiem. Ég mæli með þessum tónleikum, því Requiem eftir Mozart er án alls vafa glæsilegasta kór-einsöngvara-hljómsveitarverk sem hefur nokkurn tíman verið samið.
Lifið heil, börnin mín.


skrifað af Runa Vala kl: 17:17

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala